Úrslitakeppni í 2. deild borðtennissambands Íslands.

Laugardaginn 23. apríl fer fram úrslitakeppni í 2. deild í liðakeppni Borðtennissambands Íslands í Glerárskóla og hefst keppnin kl. 10:00.

Keppni í 2. deild er riðlaskipt og er riðlum skipt eftir landshlutum. Í suðurriðli tóku þátt 6 lið frá þremur félögum, sigur í riðlinum vann A-lið BH og varð D-lið Víkings í öðru sæti. Lokastöðuna í riðlinum má sjá HÉR

Í norðurriðli tóku þátt 8 lið frá þremur félögum. Sigurvegarar norðurriðils er A-lið Akurs en B-lið Samherja varð í öðru sæti. Auk liða frá Akri, Akureyri og Samherjum, Eyjafjarðarsveit sendi Æskan á Svalbarðsströnd lið til keppni. Lokastöðuna í riðlinum má sjá HÉR

Úrslitakeppnin fer þannig fram að efsta lið suðurriðils keppir gegn liðinu sem hafnaði í öðru sæti norðurriðils meðan efsta lið norðurriðils fer gegn öðru sæti suðurriðilsins. Sigurvegararnir mætast síðan í úrslitaleik sem sker úr um hvort liðið leikur í 1. deild á næsta tímabili. Má búast við harðri keppni en A-lið Akurs spilaði við D-lið Víkings í fyrra og sýnir meðfylgjandi myndband lokalotu tvíliðaleiks liðannna þar sem Hlynur Sverrisson og Markus Meckl úr Akri eru hægra megin en Víkingarnir Ingi Darvis Rodriquez og Ísak Indriði Unnarsson eru vinstra megin.

Lið Akurs frá vinstri: Hlynur Sverrisson, Júlíus Fannar Thorarensen og Markus Meckl

Lið Akurs frá vinstri: Hlynur Sverrisson, Júlíus Fannar Thorarensen og Markus Meckl. Mynd bordtennis.is

Lið Samherja frá vinstri: Rósberg Halldór Óttarsson, Jón Elvar Hjörleifsson, Jóhannes Bjarki Sigurjónsson og Ingvi Stefánsson. Myndirnar eru teknar af bordtennis.is.

Lið Samherja frá vinstri: Rósberg Halldór Óttarsson, Jón Elvar Hjörleifsson, Jóhannes Bjarki Sigurjónsson og Ingvi Stefánsson. Myndirnar eru teknar af bordtennis.is.