Ævintýrið um Pílu Pínu frábær skemmtun sem heillar unga sem aldna

Pila PinaMenningarfélag Akureyrar frumsýndi í gær ævintýrið um Pílu Pínu eftir Heiðdísi Norðfjörð. Þrír fulltrúar Akureyri.net. 8 ára stúlkna í fylgd með ömmu og langömmu héldu á vit ævintýranna með Pílu Pínu á fjölum Hofs og útkoman, frábær skemmtun.

Leikritið er frábærlega skemmtilegt þar sem allir skemmtu sér hið besta bæði gamalt fólk, sem börn. Leikverkið einkenndist af góðum leik, flottri og frumlegri leikmynd.

Boðskapurinn sem leikritið túlkar getur ekki haft annað en góð áhrif á alla. Spenna sem myndast á ferðalagi Pílu Pínu við að leita að fjölskyldu mömmu sinnar til að gleðja hana kom lítilli hendi til að leita í lófa ömmunnar. Einu orði sagt frábær sýning sem heillar unga sem aldna

Takk fyrir sannkallaða gleðistund.

Höfundur: Heiðdís Norðfjörð, byggt á ljóðum Kristjáns frá Djúpalæk

Tónlist: Heiðdís Norðfjörð og Ragnhildur Gísladóttir

Leikgerð: Sara Marti Guðmundsdóttir og Sigrún Huld Skúladóttir

Leikstjóri: Sara Marti Guðmundsdóttir

Tónlistarstjóri: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson

Búningar, leikmynd og brúður: Margrét Einarsdóttir og Rebekka Austmann Ingimundardóttir

Ljósahönnun Magnús Arnar Sigurðarson

Myndbandshönnun Ingi Bekk

Danshöfundur Katrín Mist Haraldsdóttir

Teiknarar Dan Denton og Ana Stefaniak

Leikarar: Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir, Þórunn Lárusdóttir, Benedikt Karl Gröndal, Saga Jónsdóttir, Kjartan Darri Kristjánsson, Eik Haraldsdóttir, Eyþór Daði Eyþórsson, Bjarklind Ásta Brynjólfsdóttir, Freysteinn Sverrisson og Jón Páll Eyjólfsson