Ristuð önd, fyllt með apríkósum og hnetum ásamt rauðrófusalati

large_735170_10151331407153664_1657558073_nHrönn Magnúsdóttir skrifar.

Ristuð önd, fyllt með apríkósum og hnetum ásamt rauðrófusalati

Theódór Sölvi Haraldsson er matreiðslumaður á Bautanum auk þess að sjá um veitingastaðinn La vite é bella ásamt konu sinni, Maríu Sigurlaugu Jónsdóttur. Þau ætla að borða önd á jólunum og voru svo góð að deila með okkur uppskriftinni.

Ristuð önd, fyllt með apríkósum og hnetum, rauðrófusalat, sykurbrúnaðar kartöflur og soðsósa.

Öndin

1 stk peking önd

anda krydd

salt og pipar

Aðferð

Öndin er tekin og skoluð vel og hreinsuð aðeins. Næst er að taka hana og þerra hana vel. Innmaturinn tekinn úr fuglinum, geymdur og notaður síðar til sósugerðar. Því næst er hún krydduð með salti, pipar og andakryddi og gott er að krydda hana tímalega og leift kryddinu að standa í smá tíma áður en fuglinn er eldaður.

Öndin sett í ofn og elduð á 150°C í 2 klst og hitinn hækkaður í 200°C í 15 mín til að brúna hana vel.

Gott að ná hennu alveg stökkri og flottri.

Fyllingin

1 bolli þurrkaðar apríkósur

1/2 bolli þurrkuð epli

1 bolli saxað sellerí

1 bolli saxaður laukur

1/4 bolli smjör

4 tsk. kalkúnakrydd frá Pottagöldrum eða Lamb Islandia

1/4 tsk. pipar

6 bollar þurrkaðir brauðteningar

1 bolli saxaðar pecanhnetur

4 msk. söxuð, fersk steinselja

2 1/2 – 3 dl kjúklingasoð

Aðferð

1. Mýkið í smjöri á pönnu allt grænmeti og ávexti og bætið kryddi í.

2. Bætið síðan soði og brauðteningum saman við.

Rauðrófusalat

250 gr sýrður rjómi

1 msk rauðvínsedik

1 msk hunang

1 msk piparrót, rifin

3 soðnar rauðrófur, í litlum teningum

1 meðstórt rautt epli, í litlum teningum

handfylli möndlur og rúsínum, grófsaxað

salt og pipar

3 msk graslaukur, saxaður

Aðferð

Hrærðu saman sýrðum rjóma, rauðvínsediki og hunangi þar til mjúkt og kekkjalaust. Rífðu piparrótina út í og blandaðu vel saman.

Settu nú rauðrófurnar, eplin, rúsínur og möndlur saman við og blandaðu vel.

Smakkaðu til með salti og pipar og hrærðu að lokum graslauknum saman við.

Sykurbrúnaðar kartöflur

10 stk kartöflur

250 gr sykur

½ l rjómi

150 gr smjör

Aðferð

kartöflurnar eru soðnar og flysjarðar. Sykurinn settur á pönnu og hann bræddur á lágum hita.

Því næst er rjómanum og smjörinu bætt við og loks kartöflurnar og þær leyfðar að malla í smá stund.

Soðsósa

Soðið sem kemur af öndinni við eldun

Rjómi

Hveiti

Smjörlíki

Andakraftur

Innmatur úr öndinni

Aðferð

Innmaturinn er brúnaður á pönnu, soðið af öndinni er bætt útí og þessu leift að sjóða í smá stund.

Smjörlíkið er brætt í potti og hveiti blandað saman við. Það fer eftir hversu þykk sósan á að vera hversu mikið hveiti fer saman við smjörlíkið.(fer eftir smekk manna hversu þykk sósan á að vera).

Því næst er soðið af öndunni og innmatnum hellt útí smjörlíkisblönduna smá og smá í einu og hrært í á milli. Svo er rjómanum bætt í og sósan bragðbætt með andakrafti. Í lokin er bætt við sósulit.