Styrktartónleikar á Akureyri fyrir börn Sýrlenskra flóttamanna

12185054_714297392034495_7162940176078411868_oSigrún Aagot Ottósdóttir skrifar

Næstkomandi sunnudag, 8. nóvember, verða haldnir styrktartónleikar í Hofi fyrir sýrlensk börn og unglinga sem munu koma til Akureyrarbæjar á næstu mánuðum.

Á Facebooksíðu viðburðarins kemur fram að „Sjóðnum er ætlað að veita nýju vinum okkar, sömu tækifæri og krakkarnir okkar hafa hvað varðar íþróttir, menningu og frístundir“.

Dóri DNA og Saga Garðarsdóttir verða kynnar á tónleikunum og fram koma m.a Magni Ásgeirsson, Hreimur Örn Hreimsson, Rúnar EFF, Erna Hrönn Ólafsdóttir og Stefán Jakobsson.

Rauði krossinn stendur að skipulagningu viðburðarins og kostar 3990 krónur inn. Hér er hægt að kaupa miða.

Við hvetjum alla sem geta að mæta og njóta.