Bára Atladóttir hannar og saumar einstaka kjóla

12177981_10153122797333639_1251587026_nSigrún Aagot Ottósdóttir skrifar

Mamma saumaði öll föt á mig sem barn

Bára Atladóttir er fædd og uppalin í Reykjavík, hún hefur verið að sniglast við saumavélina svo lengi sem hún man eftir sér. Mamma hennar hefur alltaf verið mikil saumakona, en hún saumaði öll föt á hana sem barn. „Hún sagði alltaf við mig þegar mig langaði í einhverja nýja flík að hún skildi frekar sauma hana á mig í nokkrum litum frekar en að kaupa eina rándýra flík sem endist stutt. Mér fannst þetta mjög súrt sem barn að vera alltaf í heimasaumuðum fötum, en í dag er ég mjög þakklát því ég sauma öll mín föt sjálf“. Segir Bára Atladóttir.

„Ef þú gerir áhugamálið að vinnunni þinni þá verður það aldrei áhugamál, heldur vinnan þín“

Ég hef oft hugsað út í það að fara út í eitthvað klikkað flott og rándýrt hönnunarnám og koma út úr því með flott tengsl og mikla kunnáttu. En svo tekur rökhugsunin við og mig langar mikið frekar að bæta við mig í viðskipta eða markaðsfræði deildinni. Ég hef verið að vinna mikið með íslenskum hönnuðum, klæðskerum og hæfileikaríku fólki í þessum iðnaði síðustu 4 ár og finnst það oft mikilvægara að kunna að framkvæma hlutina frekar en að sitja í fleiri fleiri vikur að skissa upp hugmyndir og kunna svo ekki að hrinda þeim af stað. Það hafa flestir heyrt “ if you find a job you love you’ll never work again“, en það er alls ekki raunin.

Ef þú gerir áhugamálið að vinnunni þinni þá verður það aldrei áhugmál, heldur vinnan þín.

„Ég á við stórt vandamál að stríða, það eru efnakaup. Á síðustu 3-4 árum hefur mér tekist að versla mér svo mikið af efnum að flestar efnabúðir færu í keng við að sjá saumaherbergið mitt“

Ég þarf ekki mikið til að hrinda af stað hugmyndum en oft er nóg að sjá flott efni, þá veit ég strax hvað gæti verið flott að gera úr því. Ég á við stórt vandamál að stríða, það eru efnakaup. Á síðustu 3-4 árum hefur mér tekist að versla mér svo mikið af efnum að flestar efnabúðir færu í keng við að sjá saumaherbergið mitt. Þegar ég segi saumaherbergi, þá meina ég eitt stórt herbergi sem ég er undirlagt á heimilinu, tvo fulla fataskápa í öðrum herbergjum og nokkra stóra Ikea poka í geymslunni.

Ég t.d fer ekki til útlanda til að versla mér föt, ég fer út og kem heim með 30 kg töskur af efnum og tvinnakeflum. Ferlið í hönnun hjá mér er bara að róta í efnunum mínum þar til ég sé eitthvað efni sem veitir mér innblástur í að sauma eitthvað sérstakt.

„Geng í flíkinni í nokkra daga eða vikur áður en ég ákveð að framleiða hana og selja“

Ég skoða Pinterest mikið, get legið þar og skoðað t.d bara hálsmál í heilt kvöld, hef líka oft staðið mig að því að vera að skoða flík í verslun, máta hana og það eina sem ég get hugsað hvernig hún myndi lúkka betur ef t.d það væri klauf upp alla hliðina, eða ef hún myndi ná yfir rassinn og ermarnar yrðu öðruvísi í sniðinu.

Ég geri þetta mikið þegar ég sest niður með eitthvað flott efni í t.d þykka peysu, þá hugsa ég hvernig hún myndi henta mér best. Og ég sauma mér alltaf fyrst flíkina, geng í henni í nokkra daga/vikur áður en ég ákveð að framleiða hana og selja.12179446_10153122797303639_1327242293_n

Hægt er að nálgast vörurnar mínar á síðunni minni. Það er bæði kostnaðarsamt og tímafrekt að halda heimasíðu þar sem ég er með lítið af hverri vöru og ekkert fjöldaframleitt.

Það er hægt að lifa á íslenskri hönnun en það er erfitt – mikil samkeppni.

Já, það er hægt en það er erfitt að mínu mati. Það þarf ekki að horfa lengra en t.d bara á sýninguna Handverk og Hönnun sem er haldið í Ráðhúsinu í Reykjavík árlega, í ár eru 58 þátttakendur og er það aðeins brot af þeim sem sækja um að komast á sýninguna. Þetta sýnir hversu mikil samkeppnin er, það eru alltaf 50 aðrir að reyna að koma sér á framfæri í sömu grein og þú. Það krefst þess að vera alltaf að reyna að koma með eitthvað nýtt og spennandi.12179397_10153122798078639_1597064550_n

„Segi aldrei nei við verkefnum“

Ég opnaði Facebooksíðu fyrir rúmu ári til að athuga hvort það hefði einhver áhuga á því sem ég er að sauma og í dag er meira en nóg að gera í pöntunum og í sérsaum. Ég hef verið fengin í að sauma búninga fyrir pole fitness mót, síðkjól fyrir fegurðarsamkeppni og galakjól með tveggja daga fyrirvara. Ég hef sett mér það sem ágæta reglu að segja aldrei nei við neinum verkefnum, stundum blóta ég því í sand og ösku að þurfa að skila þremur verkefnum af mér í sömu vikunni og vera ekki byrjuð en þetta er allt þess virði.

„Enginn kjóll er eins og því þarf ekki að hafa áhyggjur af því að rekast á einhvern í sama kjól og þú“

Endilega kíkið á síðuna mína og skoðið úrvalið, ég var að koma með nýja línu af kjólum sem ég skýrði Mix&Match en þeir eru svona blanda af hinum ýmsu efnabútum sem ég hef ekki týmt að henda yfir árin. Enginn kjóll er eins og því þarf ekki að hafa áhyggjur af því að rekast á einhvern í sama kjól og þú.12046608_775983509197283_2961457128926122860_n

Mix&Match12188338_10153140799833639_701064959_n

​„Munstrið á Print kjólunum er allt handgert. Ég klippi allt út sjálf og púsla saman á flíkina þegar hún er sniðin. Hver kjóll er einstakur og enginn eins“. 12208053_10153141504888639_1800219796_n

Sigrún Aagot Ottósdóttir