Styttist í Airwaves

airwaves_fEftir tæplega eina viku, hefst tónlistarhátíðin Iceland Airwaves.

Amabadama, Ojba Rasta, Berndsen, GusGus og Bubbi Morthens ásamt hljómsveitinni Dimmu eru einungis lítið brot af þeim nöfnum sem að spila munu á hátíðinni í ár.

Fjöldi svokallaðra off-venue atburða verða einnig í ár, og ættu allir að geta fundið sér eitthvað við hæfi. Meðal þeirra má nefna, Lay Low, Agent Fresco, Úlfur Úlfur og fleiri.

Til þess að vera almennilega tilbúinn í þessa frábæru hátíð er sniðugt að athuga nokkur atriði.

Hljómsveitin GusGus mun koma frá á tónlistarhátðinni Airwaves. Mynd: kompakt.fm

Hljómsveitin GusGus mun koma frá á tónlistarhátðinni Airwaves. Mynd: kompakt.fm

Farðu vel klæddur

Veður á íslandi er fljótt að breytast og nóvember hefur ekki verið þekktur fyrir að vera heitasti mánuður ársins. Sniðugt er að fara í hlýjum fötum, og allir ættu að muna að það er betra að taka af sér flíkur, heldur en að bæta þeim á sig, þegar farið er út. Vettlingar, húfa og trefill er eiginlega nauðsyn.

Veldu góða skó.

Ef að þú ætlar á annað borð að ganga um miðbæinn í leit að góðum tónleikum, þá er sniðugt að vera á góðum skóm. Ef að hælaskórnir eru fullkomnir við fatasettið þitt, þá væri jafnvel sniðugt að hafa með sér einhverja flatbotna til skiptanna.

Mynd: greencopper.com

Mynd: greencopper.com

Skipuleggðu þína dagskrá.

Gott er að hafa niðurskrifað eða skráð í símann á hvaða tónleika þú vilt fara, og ef hægt er að gera það með einhversskonar skipulagi, enda verður þreytandi til lengri tíma að ganga upp og niður laugaveginn til að reyna að ná næstu tónleikum. Mælt er með airwaves appinu. Einnig er hægt að hlusta á airwaves spilunarlista á Spotify.

 

Og að lokum, skemmtu þér vel!

Hátíðin er aðeins einu sinni á ári.

Sandra Þórólfsdóttir