Sverrir Björn Þráinsson: Allir geta sem vilja.

Sverrir BjornSverrir Björn Þráinsson hefur á stuttum tíma haslað sér völl sem einn helsti næringar- og grenningarráðgjafi landsins. Hann býr ásamt konu sinni og börnum í Svíþjóð en hefur þrátt fyrir það ekki slakað á í að aðstoða alla þá sem til hans leita í að ná tökum á þyngd sinni og hefur við góðan orðstír leiðbeint þeim sem hafa átt í vandræðum með aukakílóin í átt til betra lífs með góðum árangri. Felagi.is hafði áhuga á að vita hvert leyndarmálið væri svo við sendum Sverri línu.

Nú ert þú þekktur næringar- og grenningarráðgjafi og hefur hjálpað mörgu fólki til betra lífs. Hvernig kom það til að þú ákvaðst að leggja þetta fyrir þig ?

Það lá nú best við, reynslan af minni för kveikti í mér löngun til að skapa og það sem vantaði var þessi þjónusta, Grenningarráðgjafinn. Það sem ég óskaði eftir þegar ég háði mína för var einhvern sem myndi móttaka skýrslu hvers dags, jafnt sem hreyfingu, næringu og tilfinningar og gæfi mér „feedback“, en það var ekki til svo ég skapaði það.

Það hefur ekki verið þér neitt feimnismál að hafa sjálfur verið í yfirþyng hér áður fyrr ? Hefur það hjálpað þér að tengja betur við þann hóp fólks sem leitar til þín ?

Það hefur allt að segja. Að hafa gengið veginn sjálfur er í versta falli miklvægt og í besta falli nauðsynlegt því ég tengi við allar tilfinningar sem verða á vegi fólks á ferðalaginu.. hef alltaf svör við öllum vangaveltum, tilfinningum og fyrirspurnum, einfaldlega vegna þess að ég hef gengið veginn til fulls, með árangri til frambúðar… gráðan sem ég náði mér í til að geta titlað mig sem grenningarráðgjafa hefur minnst um þetta að segja, í raun ekkert. Allt kemur frá eigin reynslu.

Fannst þér þú verða fyrir fordómum vegna þyngdar þinnar hérna áður ? Verður þú almennt mikið var við fordóma í garð fólks í yfirþyngd?

Vissulega. Ég leyfði sjálfum mér að þola daglegt einelti frá 8 ára aldri og frameftir framhaldsskólagöngu og fram á fullorðinsár, fordómar gagnvart einstaklingum í ofþyngd er greinileg og án sykurhúðunar, hún er til skammar því það dregur úr fólki vilja til baka að mæta fordómum, einstaklingar í ofþyngd þurfa síst á fordómum að halda, næg eru vandamálin innbyrðis.

Sverrir Bjorn 1Hvað varð til þess að þú ákvaðst að snúa við blaðinu? Var það létt verk?

Það var auðvelt, JÁ. Af því að ég hafði tekið ákvörðun, af því ég sagði skilið við meðvirkni og sagði skilið við sjálfsvorkunn. Þegar við höfum útrýmt þessum hvötum þá er ferðalagið ánægjulegt, lærdómsríkt og auðvelt, en krefst þolinmæði, ekkert gerist yfir nótt.
Ég fékk köllunina í kjölfar hjartaáfalls sem ég fékk þegar ég var 24 ára, þar vaknaði ég til lífssins.
Ég hafði um árabil étið, reykt og spilað frá mér tilfinningarnar en fékk þá GJÖF frá almættinu, hjartaáfall. Það má hljóma hégómagjarnt en ég vissi um leið og ég var lagður inn að þetta var tækifæri og áminning, ekki refsing svo ég vissi að ég myndi sleppa lifandi en gegn því að eitthvað dramatískt yrði gert í mínum málum, sem og var.

Segðu okkur aðeins frá því hvernig þú hjálpar fólki að ná tökum á þyngd sinni.

Það sem ég geri með fólki. Ég byrja á því að senda fólki spurningalista, með honum kynnist ég lífi fólks og get sett mig í þeirra spor. Svo hanna ég möppy fyrir fólkið og í framhaldinu hefst samvinnan. Þau senda mér dagbók, daglega sem inniheldur matardagbók, skrefatölur með notkun skrefamælis og tilfinningadagbók, í raun fæ ég með því allar upplýsingar mögulegar og get sett mig í spor þeirra daglega og gefið þeim ráð með útreikningum, ílesningum og hugmyndum, daglega. Enginn fær fyrirframtilbúin matarprógrömm heldur þjálfa ég sjálfstæði til þess að taka meðvitaðar ákvarðanir en með því að fylgja vissum lífsreglum. Til að gera langa sögu stutta hafa yfir 2000 manns sótt ráðgjöf og ekki EIN kvörtun. Svo þannig hef ég þá vissu um að mín reynsla nýtist öðrum og er mitt lífsstarf.

Ég dæmi ekki fólk og ég skamma ekki fólk, ég þekki þetta og veit hvaða leiðir þarf að fara til að ná fullkomnum bata, ég þekki allar tilfinningarnar í bókinni, hef upplifða þær allar og því er ekkert sem kemur á óvart.

Getur hver sem er tekið sjálfan sig í gegn ? Hvaða aðferðum mælir þú helst með?

Allir geta sem vilja. Ég mæli með öfgaleysi, skammtastjórnun og hreyfingu í samræmi við neyslu, erfitt að lýsa í einni setningu en felst í því að greina hversu mikið maður getur hreyft sig til að eiga fyrir hlutunum, taka ábyrgð og hafa meðvitund gagnvart fæðuvali og skammtastjórnun, vera ávallt viðstaddur eigin ákvarðnar, OG GERA ÞAÐ AÐ RÚTÍNU.
4:a máltíða rútína, skammtastjórnun, dreifing máltíða og að fylgja eigin innsæi er leiðin sem hefur virkað betur en allar aðrar leiðir sem sambærilegar þjónustur hafa veitt.

Að lokum, hvernig getur fólk sem hefur áhuga á heilbrigðara lífi, komist í samband við þig?

Facebook er alltaf opið: http://www.facebook.com/grenningarradgjafinn
netfangið er alltaf opið: kaloriur@gmail.com. Hver sem hefur nokkrar fyrirspurnir, ekki hika við að hafa samband. Ég hlakka til að heyra frá þér!