Trúði því að hann gæti unnið

Héðinn Jónsson. Mynd: Palli Jóh

Héðinn Jónsson. Mynd: Palli Jóh

,,Röð atvika urðu næstum til þess að ég yrði af því að sjá son minn hlaupa til úrslita í 200 metra hlaupi á Special Olympics. En í þann mund er ég settist hófst hlaupið.  Ég var smá stund að átta við á að þetta væri hlaupið hans Héðins. Ég trúði vart mínum eigin augum, sonur minn hreinlega stakk  hina keppendurnar af og sigraði með miklum yfirburðum. Ég grét af gleði“ sagði Sigurlína Styrmisdóttir móðir Héðins Jónssonar sem vann til tveggja gullverðlauna auk þess sem hann lenti í fjórða sæti í langstökki á Special Olympics sem haldnir voru í Los Angeles í lok júlí.

Héðinn sem er 27 ára gamall Akureyringur var í hópi fjörutíu og eins keppenda frá Íslandi, sem tóku þátt í Special Olympics í ár. 60 manna hópur fylgdi keppendunum ( til að hvetja þá auk) þjálfara, farastjórar og forráðamenn keppendanna.

Sigurlína Styrmisdóttir móðir Héðins, sem er einhverfur fylgdi syni sínum í þessu mikla ævintýri.  Sigurlína sagði að ferðina hafa verið mjög skemmtilega í alla staði en jafnframt stundum erfiða. ,,þjálfarar krakkanna voru frábærir þeir héldu vel utanum allan pakkann og eiga mikið hrós skilið allt gekk upp.  Nú þegar þetta er allt afstaðið er ég afar þakklát fyrir allan þann stuðning sem við fengum ekki bara fjárhagslegan heldur þann móralska stuðning sem við höfum fundið svo mjög eftir að við komum heim sá stuðningur skiptir ekki minna máli“.

Auk Héðins var annar keppandi sem æfir með Íþróttafélaginu Eik, sem býr hér á Akureyri, en er frá Sauðárkróki. Hún heitir María Dröfn Einarsdóttir og var m.a. í boðsveit Íslands ásamt Héðni, sem keppti í 4×100 metra boðhlaupi sem stóð uppi sem sigurvegari.  Héðinn segir Maríu Dröfn góða vinkonu sína.  ,,Við þurftum að hafa mikið fyrir sigrinum í boðhlaupinu því þegar kom að Maríu og síðar mér hafði Ísland dregist aftur úr en okkur tókst að vinna það upp og sigruðum“.

En þegar við spurðum Héðinn hvort hann hafi trúað því eða búist við að hann gæti unnið til gullverðlauna sagði hann,,já ég trúði því og ég var alveg viss“. Héðinn segist æfa mjög mikið auk þess sem hann fari á hverjum degi í sund. ,,Svo er ég með frábæran þjálfara sem heitir Egill Þór Valgeirsson.

Special Olympics byggir á annarri hugmyndafræði heldur en hinir venjulegu Ólympiuleikar. Þarna er reynt að sjá að allir séu jafnir og að maður keppi við jafningja sína. Stærstu verðlaunin í raun er að vera valin til ferðarinnar sem er meiriháttar atburður gullið er svo viðbót sem mjög gaman er að fá.Það er mikilvægt að gerður sé greinamunur á þessum leikum.

Sá Samuel L. Jackson

Það var mjög gaman að vera í Los Angeles þar sem allar stjörnurnar búa. En sáu þið einhverja fræga? ,,Já við sáum Samuel L. Jackson fyrir utan hótelið sem við bjuggum á“ sagði Héðinn. Það var einnig gaman að sjá Hollywood merkið í fjallinu og allar stjörnurnar í hinni frægu gangstétt í Hollywood ,,það var gaman“.

En hvað fannst Héðni standa upp úr í ferðinni utan við íþróttirnar? Það var þegar við heimsóttum vinabæ Islands sem heitir Ontairo. ,,Það var mjög skemmtileg ferð.  Þar var ýmislegt gert til skemmtunar og þar var okkur mjög vel tekið. Ég æfði mig í að treysta ekki bara foreldrum mínum heldur  fann ég að ég átti þjálfarana að sem voru mjög góðir við okkur“.

Héðinn segir það hafa verið skrítið að ganga inn á leikvanginn ásamt 7000 keppendum. En mamma sá mig og var glöð, og ég líka þegar ég frétti af því. Það var eins og að allir hefðu sama markmiðið sem var að gera þetta eins gott og skemmtilegt sem hugsast gat. Allir voru vinir“ sagði Héðinn.

Akureyri.net þakkar Héðni og Sigurlínu móður hans fyrir spjallið og óskar þeim góðs gengis í komandi verkefnum.

Næsta verkefni Héðins í íþróttunum verður að taka þátt í Íslandsmótinu í Boccia sem fram fer 24. ágúst á Akureyri Héðinn segir að sig hlakki til að taka þátt í því móti.

Héðinn Jónsson ásamt móður sinni Sigurlínu Styrmisdóttur. Mynd: Palli Jóh

Héðinn Jónsson ásamt móður sinni Sigurlínu Styrmisdóttur. Mynd: Palli Jóh