Óhófleg tölvu- og símanotkun unglinga

Gudlaug Sigridur Hrafnsdottir

Guðlaug Sigríður Hrafnsdóttir

Guðlaug Sigríður Hrafnsdóttir skrifar.

Nú eiga flest allir unglingar tölvu, flotta síma og ýmis tæki. Núna sér maður varla ungling nema með símann, að hlusta eða eitthvað svoleiðis. Þetta leiðir oft til vandræða til dæmis í skólanum. Kennarar þurfa marg oft að biðja krakkana að taka úr eyrunum og setja síma niður svo hægt sé að fá vinnufrið. Það reynist sumum erfitt að sleppa símanum í einhvern vissan tíma.

Það er til nokkuð sem heitir snjallsímafíkn og er hún því miður frekar algeng. Það er þegar þú skoðar síman þinn oftar en 60 sinnum á dag. Sjö af hverjum tíu kíkja á símann innan við klukkustund eftir að þeir vakna samkvæmt Hrefnu Sigurjónsdóttur framkvæmdastjóra samtakanna Heimili og skóli. Þrjár og hálf klukkustund á dag er meðal notkun fólks á dag á snjallsímum. Einnig bætir hún því við að gott væri að símar væru bannaðir við mataborðið til dæmis þegar er verið að borða þannig að fjölskyldur geti talað um daginn og veginn. Það eru sumir sem geta ekki sleppt símanum eða einhverjum tækjum jafnvel í matarboði, bíói, leikhúsi, skólanum, heima eða í heimsókn einhvers staðar. Mikið er um það að fólk sé í símanum á meðan það er undir stýri. Fólk er oft að tala í símann, svara tölvupósti, senda sms eða skoða facebook á meðan það er að keyra. Þetta hefur snar aukist eftir að snjallsímarnir komu. Kemur fram í könnun að um 55% fólks hefur viðurkennt að það noti síma undir stýri. Að skrifa skilaboð á ferð í bílnum er eins og að loka augunum í 5 sekúndur. Sá hópur sem notar tölvu mest á dag eru unglingar, eitthvað af þeim tíma fer í að læra í tölvunni eins og ritgerðir og þess háttar. Þó fer mun meiri tími í það að vera á netinu og í leikjum heldur en lærdómur. Þar sem tölvuvæðing er í orðin mikil á Íslandi eru alltaf einhverjir sem misnota sér netið. Er talið að það sé fólk eða krakkar sem eiga við geðræn vandamál að stríða, kvíða, þunglyndi og önnur andleg vandamál. Þeir sem misnota netið og jafnvel ofnota það einangra sig oft og er því erfiðara að koma sér út úr því aftur. Ekki eru það bara andlegir þættir sem ofnotkun tölvu getur valdið. Það eru einnig líkamlegir þættir, verkir í öxlum, handleggjum en bak og hálsverkir eru algengastir. Unglingar sem eru búnir að vera lengi í tölvunni kvarta mjög oft um höfuðverk. Líkamlegir þættir eru ekki bara verkir heldur er það líka heilsufarið. Ofþyngd barna má oft rekja til mikillar tölvunotkunnar, því krakkar og unglingar eru frekar farnir að leika sér í tölvunni heldur en að fara út að leika sér eða æfa íþróttir. Við mikla tölvunotkun raskast svefnvenjur og getur óreglulegur svefn haft slakan námsárangur í för með sér. Stór hluti unglinga telur tölvunotkun sína ráða því hvenær þeir fara að sofa. Þeir eru oft í tölvunni eftir að útivistartími þeirra er búinn og nota þeir því oft einhverjar samskiptasíður til þess að geta spjallað lengur. Flestir unglingar vilja hinsvegar ekki viðurkenna að þeir finni fyrir þreytu daginn eftir og neita því að tölvan valdi þeim þreytu.

Það er alveg augljóst að það er mikilvægt að unglingar fræðist um skaðsemi tölvunotkunnar og þau neikvæðu áhrif sem tölvunotkun getur valdið. Unglingar þurfa að skoða það hversu mikið tölvan hefur áhrif á líf þeirra og hvað hún er að gera þeim. Miklvægt væri fyrir skóla að hafa fyrirlestra eða þess háttar sem fjalla um það hvaða skaðsemi tölvunotkun getur valdið. Unglingar þurfa einnig að skoða það hvað tölvunotkunin getur skemmt fyrir þeim heilsuna og námsárangur. Unglingar eiga erfitt með að leggja síma frá sér og eiga stund með fjölskyldunni. Þetta er vandamál sem þarf að finna lausn á.

Akureyri vikublað 18. júní 2015

Gr grallid