Misskilningur leiðréttur

Akureyrivikublad12mars2015forsidaMisskilningur kom upp eftir að Akureyri vikublað birti frétt í síðustu viku um að Tryggvi Gunnarsson hefði verið skipaður varaformaður Fallorku. Fyrrverandi bæjarfulltrúi L-listans, Tryggvi Gunnarsson, hafði áður sagt af sér öllum trúnaðarstörfum fyrir L-listann, þar sem hann taldi sig ekki njóta trausts. Hann hafði samband við blaðið eftir útgáfu þess í síðustu viku og taldi að um villu væri að ræða.

Þegar blaðið svaraði Tryggva að upplýsingarnar hefðu komið frá framkvæmdastjóra Fallorku, Andra Teitssyni, kannaði Tryggvi málið betur og spurðist fyrir. Kemur fram í svari til hans frá Andra Teitssyni að Tryggvi, fyrrum bæjarfulltrúinn, hafi ekki verið kjörinn sem varaformaður Fallorku heldur nafni hans. Sýnir skoðun að fimm Akureyringar heita Tryggvi Gunnarsson en fyrrum bæjarfulltrúi L-listans heitir Tryggvi Þór Gunnarsson.

Andri Teitsson sendi Akureyri vikublaði afrit af bréfaskriftum Fallorku og Tryggva eftir að blaðið kom út ef vera kynni að Akureyri vikublað sæi ástæðu til að árétta málið. Þar segir Andri meðal annars: „Ég þekki það sjálfur að fólk slær saman nöfnum og einstaklingum. Þannig er mér iðulega ruglað saman við Ara Teitsson frá Brún sem lengi var áberandi talsmaður sauðfjárbænda.“-BÞ

Akureyri vikublað 12. mars 2015