„Of frjálsar hendur“

Akureyrivikublad27februar2015forsidaKærunefnd útboðsmála hefur með úrskurði þann 17. febrúar fellt úr gildi útboð Akureyrarbæjar um „Snjómokstur og hálkuvarnir 2014 – 2017“ og lagt fyrir bæinn að auglýsa útboðið á nýjan leik. Kærendur voru tvö stór verktakafyrirtæki á Akureyri, G.V.Gröfur ehf. og G.Hjálmarsson hf.

Í úrskurði kærunefndar kemur fram Akureyrarbær auglýsti ekki útboðið á EES svæðinu og braut því gegn lögum um opinber innkaup. Guðmundur Gunnarsson framkvæmdastjóri G.V. Grafna segir að verktakafyrirtækin tvö hafi ekki átt annarra kosta völ en að kæra útboðið.

Fulltrúar G.V.Grafna og G.Hjálmarssonar töldu að fyrirkomulag útboðsins hefði verið sett þannig upp að það gæfi verkstjórum bæjarins of frjálsar hendur til að velja verktaka, auk þess sem það hamli samkeppni og tryggi því ekki hagsmuni allra verktaka. Þess vegna óskuðum við eftir því að útboðinu yrði frestað og farið af alvöru í vinnu við að allir gætu boðið í verkið á jafnréttisgrundvelli. Þrátt fyrir formlegt bréf frá okkur var ekki hlustað á varnaðarorðin og því var málinu skotið til kærunefndarinnar.

Framkvæmdastjórar G.V.Grafna efh. og G.Hjálmarssonar hf. segja að náið verði fylgst með næsta útboði bæjarins, enda um stórt hagsmunamál að ræða.

Akureyrarbæ er skylt að gæta jafnræðis í þessum efnum, rétt eins og í öðrum málum.“

Akureyri vikublað 26. febrúar 2015