Reyni að draga karlana með

Tveir góðir. Nói og Gísli Brynjólfsson í Smiðjunni á Hlíð. Þeir voru að hlusta á Pink Floyd í útvarpinu þegar Akureyri Vikublað leit við en svo kom Dylan-lag sem þeir voru ekki eins hrifnir af. „Dylan er alltaf að syngja sama lagið,“ sagði Gísli. Mynd: Völundur.

Tveir góðir. Nói og Gísli Brynjólfsson í Smiðjunni á Hlíð. Þeir voru að hlusta á Pink Floyd í útvarpinu þegar Akureyri Vikublað leit við en svo kom Dylan-lag sem þeir voru ekki eins hrifnir af. „Dylan er alltaf að syngja sama lagið,“ sagði Gísli. Mynd: Völundur.

Þegar ég fór að búa hérna sá ég að það var ekkert um að vera fyrir eldri menn hér í stofnuninni þannig að ég kom af stað þessari Smiðju sem við köllum, þar hef ég verið að dunda við ýmsa hluti og ég reyni að draga þessa karla hérna með mér, en það hefur nú gengið upp og ofan,“ segir listamaðurinn og húsgagnahönnuðurinn Nói, sem síðustu tvö ár hefur búið á öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri.

Akureyri Vikublað heimsótti Nóa í Hlíð síðastliðinn mánudag. Neikvæð fjölmiðlaumræða um illan aðbúnað íbúa á öldrunarheimilum hefur verið áberandi síðustu daga. Saga Nóa er aftur á móti dæmi um tækifæri. Í sumum tilvikum a.m.k. geta aldraðir sannarlega sett mark sitt á umhverfi sitt innan stofnana.

Við byrjuðum með leikföng fyrir krakka, hjólbörur, bíla, dúkkuvagna og rugguhesta og fleira og fleira. Svo hef ég alltaf sjálfur verið dálítið gefinn fyrir myndlist og skúlptúra og svo hafa komið upp ýmiss konar dæmi um viðgerðir hjá okkur hér á Hlíð við að hjálpa eldra fólki að lagfæra smáhluti,“ segir Nói, 88 ára gamall, um Smiðjuna sem honum var gert kleift að koma á fót í Hlíð í samræmi við hugmyndafræði Öldrunarheimila Akureyrar.

Nói hefur nýlokið við að smíða mublur sem bæta skipulag í anddyri Hlíðar og fegra ásýnd þess. Þar er einnig komið upp stórt myndlistarverk eftir kappann.

Forsíðufrétt Akureyri vikublaðs 12. febrúar 2015