57 fyrirtæki á Norðurlandi eru framúrskarandi fyrirtæki

Samherji er í efsta sæti listans yfir framúrskarandi fyrirtæki.

Samherji er í efsta sæti listans yfir framúrskarandi fyrirtæki.

Creditinfo afhenti í vikunni þeim fyrirtækjum sem eru fyrirtæki ársins á lista yfir Framúrskarandi fyrirtæki 2014.  Af þeim 577 fyrirtækjum á listanum er 57 af Norðurlandi en Samherji er í fyrsta sæti listans á landsvísu.

Þetta er í fimmta sinn sem Creditinfo gefur út listann. Þau fyrirtæki sem teljast framúrskarandi uppfylla ákveðin skilyrði í rekstri, hafa skilað rekstrarhagnaði þrjú ár í röð, eignir eru metnar á  að minnsta kosti 80 milljónir króna og  eiginhlutfall er 20% eða hærra. Fyrirtækin  á listanum fyrir árið  2014 eru 577 talsins sem er  um 1,7 % af þeim 34  þúsund fyrirtækjum sem skráð eru á Íslandi.  102 fyrirtæki hafa verið á listanum  frá upphafi. Fjöldi framúrskarandi fyrirtækja hefur aukist jafnt  og þétt frá því listinn var fyrst  birtur fyrir fimm árum síðan en þá komust 178 fyrirtæki á lista. Segja má að hagur fyrirtækja á Íslandi fari batnandi með hverju árinu vegna  þess að skilyrðin til að  komast á listann hafa verið þau sömu  frá upphafi.

Fyrirtækin á listanum sem eru á Norðurlandi eru:

 1. Samherji hf. Akureyri,
 2. Útgerðarfélag Akureyringa ehf, Akureyri,
 3. Norðurorka hf,
 4. Kælismiðjan Frost ehf.
 5. KEA svf,
 6. Keahótel ehf,
 7. Íslensk verðbréf hf,
 8. Fóðurverksmiðjan Laxá hf,
 9. Slippurinn Akureyri ehf,
 10. Promens Dalvík ehf,
 11. Hlaðir ehf Grenivík,
 12. Íslandsbleikja ehf Akureyri,
 13. Bústólpi ehf,
 14. Sérleyfisbílar Akureyrar-Norðurleið hf,
 15. Hlíð ehf Hraukbæ,
 16. Geir ehf Þórshöfn,
 17. Rafeyri ehf.
 18. Dekkjahöllin ehf,
 19. Tengir hf,
 20. Salka-Fiskmiðlun Dalvík,
 21. Mýflug hf Mývatni,
 22. Norðursigling ehf, Húsavík,
 23. Búvís ehf Akureyri,
 24. Önundur ehf, Raufarhöfn,
 25. Vogabú ehf, Mývatni,
 26. Norlandair ehf Akureyrarflugvelli,
 27. Stefán Þórðarson ehf Teigi Akureyri,
 28. Snorrason Holdings ehf Dalvík,
 29. Bautinn ehf Akureyri,
 30. Árnaflúð ehf Grímsey,
 31. Trésmiðjan Rein ehf Húsavík,
 32. Trétak ehf Akureyri,
 33. Garðræktarfélag Reykhverfinga hf Húsavík.
 34. Securitas-Akureyri ehf,
 35. HP ráðgjöf ehf Akureyri,
 36. Darri ehf Grenivík,
 37. Brúin ehf Akureyri,
 38. Akursel ehf Kópaskeri,
 39. Ós ehf Akureyri,
 40. Straumrás hf Akureyri,
 41. Dýrholt ehf Dalvík,
 42. Félagsbúið Halllandi ehf Akureyri,
 43. Kaupfélag Skagfirðinga ( svf. ) Sauðárkróki,
 44. FISK-Seafood ehf Sauðárkróki,
 45. Rammi hf Siglufirði,
 46. Vörumiðlun ehf Sauðárkróki.
 47. Steinull hf. Sauðárkróki,
 48. Tengill ehf Sauðárkróki.
 49. Primex ehf. Siglufirði,
 50. Sláturhús KVH ehf Hvammstanga,
 51. Kaupfélag Vestur-Húnvetninga ( svf. )Hvammstanga
 52. Skarfaklettur ehf. Blönduósi,
 53. Ó.K. Gámaþjónusta-sorphirða ehf Sauðárkróki,
 54. Sölufélag Austur-Húnvetninga svf Blönduósi,
 55. SR-Vélaverkstæði hf. Siglufirði,
 56. Raðhús ehf. Sauðárkróki,
 57. Ámundakinn ehf. Blönduósi