Málmiðnaðarmenn Eyjafjaðrarsvæðinu undirbúa kjaraviðræður

Jóhann Sigurðsson

Jóhann Rúnar Sigurðsson

Samninganefnd Félags málmiðnaðarmanna Akureyri og trúnaðarráð félagins komu saman gær til að leggja lokahönd á kröfugerð félagsins vegna komandi kjaraviðræðna. Kröfugerðin verður send  Samiðn – Sambandi iðnaðarmanna – sem fer með samningsumboð félagsins.  Jóhann Rúnar Sigurðsson formaður Félags málmiðnaðarmanna Akureyri er jafnframt varaformaður Samiðnar. Hann segir að gerð hafi verið  kjarakönnun meðal félagsmanna.

Þessi könnun leiðir berlega í ljós að félagsmenn telja að tillit verði að taka til síðustu kjarasamninga sem gerðir hafa verið, svo sem við kennara og lækna. Félagsmenn vilja með öðrum orðum verulegar launahækkanir og þessum skilaboðum verður komið til Samiðnar, sem fer með samningsumboðið.“

Jóhann segir að mikill meirihluti vilji fylgja kröfunum fast eftir, gerist þess þörf.

Já, 74 % segjast styðja verkfallsaðgerðir, náist ekki samningar. Þessi niðurstaða undirstrikar að mikill hugur er í mönnum. Þessi baráttuvilji er gott veganesti fyrir samningamenn og skýr skilaboð um að sækja eigi sambærilegar hækkanir og samið hefur verið um að undanförnu. Kauptaxtar hafa setið eftir, sem þarf klárlega að leiðrétta í komandi samningum.“

Gert er ráð fyrir að Samiðn afhendi Samtökum atvinnulífsins kröfugerð sína í næstu viku. Jóhann býst við erfiðum kjaraviðræðum.

Við sjáum viðbrögð atvinnurekenda við þeim kröfum sem þegar hafa verið kynntar, þannig að ég get tæplega leyft mér að vera bjartsýnn.  Atvinnurekendur tala mikið um stöðugleika, en það verður enginn stöðugleiki eða hagvöxtur í þjóðfélaginu ef laununum verður haldið í lágmarki, það segir sig sjálft. Við höfum undirbúið kjaraviðræðurnar vel. Kröfurnar voru mótaðar á fundum og á vinnustöðum, auk þess sem gerð var viðhorfskönnun. Baklandið er því traust,“ segir Jóhann Sigurðsson.