Þjónustukjarni fyrir fötluð ungmenni við Borgargil vígður.

Borgargil_0Í dag fór fram formleg vígsla þjónustukjarna fyrir fötluð ungmenni að Borgargili (við Giljaskóla). Í þjónustukjarnanum eru sex íbúðir og munu fyrstu íbúarnir flytja inn í næstu viku.

Í byrjun árs 2012 var skipaður vinnuhópur með fulltrúum frá Stjórn Fasteigna Akureyrarbæjar, félagsmálaráði, fjölskyldudeild, búsetudeild og Fasteignum Akureyrarbæjar, sem hafði það hlutverk að fara yfir þjónustu við fötluð börn og ungmenni með það í huga að byggja íbúðir fyrir þennan hóp. Svæðið fyrir ofan Giljaskóla var sá staður sem aðstandendum og þjónustuveitendum leist best á og var ákvörðun tekin um að fara í skipulagsbreytingar með það fyrir augum að byggja sex íbúða þjónustukjarna auk stoðrýma fyrir fatlaða á lóðinni.

Fasteignir Akureyrarbæjar höfðu umsjón með framkvæmdinni og voru hönnuðir hússins Kollgáta sem sá um arkitektahönnun, Mannvit sem sá burðarþolshönnun, Efla sá um lagnahönnun og Raftákn sá um raflagnahönnun.

Ákveðið var að bjóða verkið út í tvennu lagi. Í fyrra útboði voru boðin út jarðvinna og í seinna útboðinu uppsteypa, innanhússfrágangur, utanhúsfrágangur og lóðarvinna. Samið var við lægstbjóðanda G.Hjálmarsson hf. um jarðvegsskiptin og við Byggingarfélagið Hyrna ehf um byggingu hússins og lóðafrágang.

Framkvæmdir við jarðvegsskipti hófust í nóvember 2013 og við hús í janúar 2014 og voru verklok í janúar 2015. Húsið verður afhent formlega 2. febrúar 2015.

Heildarstærð á húsinu er um 597 m². Heildarkostnaður við bygginguna í Borgargili er áætlaður kr. 227 milljónir.

Meðfylgjandi myndir voru teknar við vígsluna:

Borgargil_0 Borgargil_2 Borgargil_3 Borgargil_4 Borgargil_5 Borgargil_6 Borgargil_7 Borgargil_8 Borgargil_9 Borgargil_10 Borgargil_11 Borgargil_12 Borgargil_13 Borgargil_14