Indverskt kjúklinga karrý

karryÁgústa Ýr Sveinsdóttir skrifar:

Eflaust hafa margir smakkað Indverskan mat. En það eru færri sem leggja í það að elda hann. Í grunninn er Indverskur matur mjög einfaldur. Indverjar eru miklir matargagnrýnendur. Þeir hafa allir skoðun á hvort eitthvað sé gott eða vont og þeir hafa allir sína bestu fjölskyldu uppskrift af hinum ýmsu réttum.  Á Indverskum veitingastöðum búa þeir til nokkrar grunn karrý sósur, sem þeir síðan elda eftir því hvort að þeir séu með kjúkling eða grænmeti, eða hvort að rétturinn eigi að vera sterkur eða mildur, sætur o.s.frv. Það er gaman að prófa sig áfram í framandi matargerð, prófa eitthvað alveg nýtt. Ég gæti skrifað heilan helling um Indverska matgæðinga, um það hvernig er að vera í Indversku eldhúsi. Allt frá því að elda við opinn eld á litlum tóftum á moldargólfi eða í flottu Indversku eldhúsi. En það er eitt sem þeir eiga allir sameigilegt: þeir biðja alltaf á veitingahúsi að elda eins og mamma eldar.

Indverskur matur er ódýr í framleiðslu, sérstaklega grænmetis útgáfurnar. Ég ætla að láta mjög einfalda og algenga uppskrift af karrýi sem sést þó aðallega á norður Indlandi, þá Rajasthan. Það eru mismunandi útgáfur af þessu karrýi í hverju einasta eldhúsi og flestir hafa leyni hráefni en þetta er mjög pottþétt karrý  og bregst aldrei.

Þannig að kveikið á Bollywood tónlist og prófið að elda karrý sem tekur ykkur beint á götuhorn í Indlandi, þar sem allir eru dansandi í litskrúðugum fötum.

Indverskt kjúklinga karrý

Best er að kaupa heilan kjúkling og skera hann niður með beinum og elda hann þannig sem gefur meira bragð, en það er í góðu lagi að nota beinhreinsaðan kjúkling líka. Í uppskrifinni þarf maður að ákveða magnið af mörgu sjálfur, það fer eftir því hversu sterkt karrýið á að vera. Ef þið endið með allt of sterkt karrý þá er hægt að bæta við kókosmjólk eða kókosrjóma til þess að milda bragðið. Best er samt að byrja með minna af hlutum sem gera karrýið sterkt og þá frekar bæta út í. Og meira salt gerir meira bragð. Grænmetis útgáfan af þessu karrýi kallast Aloo curry, eða kartöflu karrý. Í staðin fyrir að setja kjúkling þá setjið þið nokkrar kartöflur og grænar baunir út í réttinn.

karryInnihald

1 kjúklingur

6-9 hvítlauksrif1 cm teningur af engifer

3-4 rauðlaukar

1-4 grænt chilli

2 tsk masala mix

4 tsk kóríander

1 tsk rautt chilli

2 tsk túrmerik

2 msk kókosmjöl

Salt

Olía

3-4 tómatar

Ferskur kóríander

Skera grænan chilli og rauðlaukinn smátt. Hita olíu í potti. Setja grænan chili og rauðlaukinn í olíuna. Sjóða þar til rauðlaukurin og chillið er orðið að mauki. Mjög mikilvægt hérna er að steikja ekki laukinn svo hann verði brúnaður. Frekar að taka frekar langan tíma í þennan hluta, svo að karrýið verði að sósu. Í Indversku karrýi áttu ekki að sjá laukbita í réttinum þegar þú ert að borða.

Á meðan útbýrð þú paste úr hvítlauknum og engiferinu. Fínt t.d. að rífa það niður með rifjárni.

Þegar laukurinn er orðin að mauki og hann verður glær þá má setja ca. 2 bolla af vatni og peistið úr hvítlauknum og engiferinu. Láta malla í 5 mínútur.

Setja kryddblönduna út í, masala mix, kóríander, rautt chili duft, túrmerik, kókos og salt. Sjóða aftur í 5 mínútur. Það er gott að bæta við vatni svo að þetta verði ekki of þurrt.

Skera niður tómatana og setja út í. Bæta við 2 bollum af vatni og láta malla þar til að allt er orðið að einu. S.s. tómatarnir eru orðnir soðnir. Á þessu stigi er hægt að smakka hvort að þið viljið meira salt.

Setja kjúklingabitana út í og meira vatn ef þarf þannig að sósan hylji kjúklinginn.

Síðan er karrýið soðið þar til kjúklingurinn er tilbúinn.

Setjið í skál og ferskar kóríander yfir.

Berið fram með hrísgrjónum og naan brauði.

Pistillinn birtist á vefnum www.felagi.is  sem er fréttavefur stúdenta við Háskólann á Akureyri og rekinn er af nemendum skólans.

Fyrir þá sem vita ekki hvar á að byrja í Bollywood tónlistinni þá er hérna eitt lag til að byrja á.