Geðverndarfélag Akureyrar fagnar 40 ára afmæli

Grofin gedverndarstodNæst komandi mánudag  15. desember klukkan 16:00 verður opið hús í Grófinni geðverndarmiðstöð Hafnarstræti 95 4. hæð í tilefni þess að félagið fagnar 40 ára afmæli sínu.

Geðverndarfélagið hefur verið brautryðjandi í að hjálpa fólki með geðraskanir hér á Norðurlandi og hefur beitt sér fyrir úrræðum eins og Lautinni, áfangaheimilum og Grófinni geðverndarmiðstöð.

Lauflétt dagskrá verður í Grófinni í tilefni dagsins og mun m.a. Brynjólfur Ingvarsson geðlæknir og formaður GVA flytja erindi um sögu félagsins. Gísli Magnússon notandi Grófarinnar mun flytja nokkur lög á blokkflautu og Matthías Rögnvaldsson forseti bæjarstjórnar flytur ávarp.

Allir eru hjartanlega velkomnir.