Kvennaathvarf á Akureyri?

Bladid23okt2014Brýnt er að koma á fót Kvennaathvarfi á Akureyri. Þetta segir Kristján Hrannar Jónsson sem er að hefja störf sem ráðgjafi hjá Aflinu. Hann er eini karlkyns ráðgjafi samtakanna og segir mikla þörf á athvarfi fyrir konur á Akureyri og í nágrannabyggðum. Það geti verið nógu erfitt fyrir konur sem búi við ofbeldi innan veggja heimila að slíta sig burt frá sambýlismanni eða maka og taka í sumum tilvikum ung börn börn með sér þótt ekki bætist á að þurfa að fara alla leið til Reykjavíkur.

Draumurinn er að fjárveiting fáist til að opna Kvennaathvarf hér á Akureyri með plássi fyrir kannski 1-2 konur í senn,“ segir Kristján Hrannar. „Það er oft þannig að norðlenskar konur sem lenda í heimilisofbeldi hafa ekkert athvarf hér.

Hann segir heimilisofbeldi algengt en mjög dulið.

Það er stundum mjög erfitt að fá konu sem býr við ofbeldi til að komast út af heimili og ekki síst ef hún þarf að fara suður í athvarfið það, kannski með 1-2 börn, það er meira en að segja það. Það væri miklu meiri vernd í raun ef konum gæfist kostur á að fara strax inn í athvarf hér þar sem nærsamfélagið gæti hlúð að þeim og börnunum, aðstoðað alla leið. Það er ekki nóg að skutla þolendum ofbeldis til Reykjavíkur, það er ekki góð staða.

Forsíðufrétt Akureyri vikublaðs 23. október 2014