Stórfelld misnotkun á markaðsráðandi stöðu

MS mun ekki tjá sig frekar að sinni um stórbrot samkvæmt úrskurði sem tengist markaðsráðandi misnotkun. Tengsl KS og MS eru sérstakt athugunarefni í málinu.

MS mun ekki tjá sig frekar að sinni um stórbrot samkvæmt úrskurði sem tengist markaðsráðandi misnotkun. Tengsl KS og MS eru sérstakt athugunarefni í málinu.

Ég vísa alfarið á forstjóra Mjólkursamsölunnar hvað niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins varðar,“ segir Kristín Halldórsdóttir mjólkurbússtjóri MS á Akureyri. Hún vildi ekki veita blaðinu viðbrögð í kjölfar þess að Sam­keppnis­eft­ir­litið hef­ur lagt 370 millljón króna sekt á Mjólk­ur­sam­söl­unna fyr­ir mis­notk­un á markaðsráðandi stöðu heldur vísaði á Einar Sigurðsson, forstjóra MS sem sendi blaðinu fréttatilkynningu með viðbrögðum.

MS beitti smærri keppi­nauta sam­keppn­is­hamlandi mis­mun­un með því að selja þeim hrámjólk á 17% hærra verði en fyr­ir­tækjum tengdum MS samkvæmt úrskurði Samkeppniseftirlitsins. Í til­kynn­ingu frá Sam­keppnis­eftirtlt­inu seg­ir að í upp­hafi árs 2013 hafi rann­sókn haf­ist á ætluðum brot­um Mjólk­ur­sam­söl­unn­ar á banni 11. gr. sam­keppn­islaga við mis­notk­un á markaðsráðandi stöðu.

Segir í úrskurði að á grund­velli und­anþágu frá banni sam­keppn­islaga við sam­ráði höfðu KS og MS með sér mikið sam­starf í fram­leiðslu og sölu á mjólkuraf­urðum. KS á einnig 10% hlut í MS. Af hálfu MS er sagt að  líta beri á MS, KS og Mjólku und­ir eign­ar­haldi KS sem eina „viðskipta­lega heild.“

Brotið sé í eðli sínu al­var­legt þar sem það teng­ist mik­il­væg­um neyslu­vör­um og hafi varað í lang­an tíma, eða a.m.k. frá ár­inu 2008 til árs­loka 2013. Tel­ur Sam­keppnis­eft­ir­litið hæfi­legt að leggja 370 millj­ón­ir króna króna sekt á MS vegna brotsins.

Í fréttatilkynningu frá forstjóra MS segir að Mjólkursamsalan muni vísa úrskurði til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Segir orðrétt: Niðurstaða Samkeppniseftirlitsins, sem birt var í dag um að verðlagning á mjólk í lausu máli til fyrirtækjanna Mjólku og Kú standist ekki samkeppnislög, kemur Mjólkursamsölunni mjög á óvart.  Fyrirtækið telur sig í einu og öllu hafa farið að búvörulögum og samkeppnislögum í starfsemi sinni og telur að ekkert í gögnum málsins bendi til annars.  Hér er um að ræða ólíka túlkun fyrirtækisins og Samkeppniseftirlitsins á skilmálum búvörulaga og samkeppnislaga. Niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins verður þegar í stað áfrýjað til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

Einnig segir: „Mjólkursamsalan mun ekki tjá sig efnislega um málið að öðru leyti en því sem fram kemur í áfrýjunarferlinu.“

Í tilkynningu frá Ólafi Magnússyni, framkvæmdastjóra Mjólkurbúsins,  segir að beint fjár­hags legt tjón sem Mjólk­ur­búið Kú og Mjólka hafa orðið fyr­ir á ár­un­um 2008 til 2014 nemi 200 millj­ón­um króna.  Ólafur seg­ir að fyr­ir­tækið muni gera kröfu um að fá þetta bætt.Í Kastljósi kom fram að „skatturinn“ sem MS lagði á keppinauta í skjóli ákvarðana opinberrar nefndar hafi í engu snúist um hagsmuni neytenda heldur þvert á móti sérhagsmuni og samtryggingu MS og tengdra aðila án þess að bændur hafi hagnast á yfirverðlagðri sölu hrámjólkur frá framleiðendum. –BÞ

Akureyri vikublað 25. september 2014