Kauptilboð Tækifæris hf. í N4 ehf. samþykkt.

N4Eigendur N4 ehf. hafa samþykkt tilboð Tækifæris hf. um kaup á öllu hlutafé félagsins.  Kauptilboðið er gert með fyrirvara um áreiðanleikakönnun.  Tækifæri er einnig í viðræðum við meðfjárfesta um aðkomu að fjárfestingunni.

N4 ehf. rekur tvo miðla, N4 Sjónvarp og N4 Dagskrá Norðurlands.   Stefnt er að því að nýir eigendur taki við rekstrinum 1. október nk. og eru ekki fyrirhugaðar breytingar á rekstri N4 ehf. frá því sem nú er.