Sjósund á Pollinum

sundHópsjósund verður á Pollinum á Akureyri á morugn, laugardag 16 ágúst kl 14.  Synt verður frá Höefpner og að Hofi, 1 km svo verður hægt að koma inn í sundið á leiðinni og synda 500 metra. Það eru Sjósundsfélagið á Akureyri og SSÍ sem efna til þessa sunds og er öllum boðið að taka þátt – kostar ekkert. Hægt verður að skrá sig í sundið við Höefpnersbryggjuna kl 13:30. Björgunarsveitin Súlur munu fylgja sundmönnum eftir.

Með hópsundinu erum við að vekja athygli á sjósundi og sjósundfélaginu á Akureyri. Hvet fólk til að prófa enda sjósund einstaklega hollt fyrir líkama og sál,“ segir  Ragnheiður Valgarðsdóttir, formaður Sjósunds- og sjóbaðsfélags Reykjavíkur og formaður Víðavatnsnefndar SSÍ.

Akureyri vikublað 14. ágúst 2014