Shawn Nicklaw gengur til liðs við Þór

Shawn Nicklaw

Shawn Nicklaw

Knattspyrnudeild Þórs hefur samið við Shawn Nicklaw sem er 24 ára gamall leikmaður frá Guam en er með bandarískt vegabréf.  Leikmaðurinn getur bæði spilað sem bakvörður og  á miðjunni og er landsliðsmaður Guam.

Á síðasta ári lék hann með HB Köge í dönsku fyrstu deildinni en er nú á mála hjá liði í bandarísku 2.deildinni Wilmington Hammerheads.

Að sögn Magnúsar Inga Eggertssonar í leikmannaráði er leikmaðurinn væntanlegur til Akureyrar fyrri hluta apríl mánaðar.