Mótmæli á Ráðhústorgi og við Austurvöll í dag.

Mynd: Andri Þórhallsson

Í dag var efnt  til samstöðumótmæla á Ráðhústorginu til að mótmæla því að umsókn Íslands um  aðild að Evrópusambandinu verði dregin til baka, líkt og boðuð þingsályktunartillaga ríkisstjórnarinnar segir til um. Telja menn að allt að 100 manns hafi mætt á torgið til að sýna þessu samstöðu.  Þá er talið að um fjögur þúsund manns hafi mætt á Austurvöll í Reykjavík við sama tilefni. Meðfylgjandi eru myndir sem Andri Þórhallsson tók af mótmælum við Austurvöll.

Fram kemur á facebook síðu hóps sem stendur að mótmælunum fyrir sunnan að boðað hafi verið aftur til mótmæla á morgun þriðjudaginn 25. Febrúar frá klukkan 17-19.

Myndir Andri Þórhallsson: