STÉTT MEÐ STÉTT

Auglýst er eftir þátttakendum í samsýningunni Stétt með stétt sem opnuð verður í Deiglunni 15. mars 2014. Hugmyndin á bak við sýninguna er að fá fólk sem gengið hefur stéttir Listagilsins í gegnum tíðina til að skapa sína eigin stétt  í myndverki. Sýningin mun því samanstanda af hellum sköpuðum af fólki úr öllum stéttum samfélagsins.

Þátttaka í sýningunni er öllum opin. Hver hella/verk verður að vera 40x40cm en aðferð og efnistök eru frjáls.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún H. Bjarnadóttir, fræðslufulltrúi Sjónlistamiðstöðvar: