Gullna hliðið frumsýnt

Mynd: Auðunn Níelsson

Leikfélag Akureyrar frumsýndi á föstudagskvöld leikritið Gullna Hliðið eftir Davíð Stefánsson í leikstjórn Egils Heiðars Antons Pálssonar.   Einstaklega flott leikrit og bráðfyndið.  Leikararnir standa sig gríðarlega vel og koma sínum hlutverkum vel til skila.  María Pálsdóttir fer á kostum í sýningunni í sínum hlutverkum.  Leikritið er gríðarlega skemmtilegt enda leikritið er uppfullt af húmor.  Leikritið snýst um konu eina sem þarf að tryggja nýlátnum eiginmanni sínum vist í himnaríki og leggur hún mikið á sig til að tryggja það en margt verður á vegi hennar.  Leikmyndin er einföld en skilar vel.  Leikritið er íslenskt og gerist í „gamla daga“ og búningahönnun, förðun og hárgreiðsla koma því greinilega til skila.  Tónlistin er létt og einföld og á hljómsveitin Eva heiður skilið fyrir tónlistina.  Gullna hliðin er frábær sýning sem þú mátt ekki missa af.