The Commitments vel heppnuð og skemmtileg sýning (Myndir)

Mynd: Palli Jóh

Tónatak, rytmíska deildin við Tónlistarskólann á Akureyri, sýndi í kvöld söngleikinn The Commitments í Menningarhúsinu Hofi. Sagan var skrifuð af Roddy Doyle og gefin út árið 1987. Hún fjallar um atvinnulaust ungt fólk í Dublin á Írlandi sem stofnar hljómsveit til að flytja soul-tónlist. Sagan var síðar kvikmynduð og hlaut miklar vinsældir víða um heim.Ívar Helgason, kennari við TónAk, útfærði þessa sögu fyrir rytmisku deildina. Sýningin var sett upp í söngleikjastíl og þátttakendur eru allir nemendur við skólann.

Því miður, fyrir þá sem misstu af þessari sýningu er aðeins um þessa einu sýningu að ræða. Sýningin sem var rúmlega klukkustundar löng og var hin besta skemmtun. Allir sem að sýningunni komu stóðu fyrir sínu og af viðbrögðum fólks í lok sýningar er ljóst að sýningin hitti í mark. Stórt læk til allra sem að sýningunni komu.

Myndir Palli Jóh: