THE COMMITMENTS Í HOFI

Tónatak, rytmíska deildin við Tónlistarskólann á Akureyri, setur upp söngleikinn The Commitments í Hamraborg í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 4. desember kl. 20.

Sagan var skrifuð af Roddy Doyle og gefin út árið 1987. Hún fjallar um atvinnulaust ungt fólk í Dublin á Írlandi sem stofnar hljómsveit til að flytja soul-tónlist. Sagan var síðar kvikmynduð og hlaut miklar vinsældir víða um heim.

Ívar Helgason, kennari við TA, hefur útfært þessa sögu fyrir rytmisku deildina. Sýningin er sett upp í söngleikjastíl og þátttakendur eru allir nemendur við skólann. Miðasala er á vefnum menningarhus.is og í Hofi (síminn í miðasölu er 450 1000). Miðaverð er aðeins 1000 krónur.