Gúgglaðu það bara, kítlar hláturtaugarnar

Mynd: Daníel Starrason

Í gær frumsýndi leikhópurinn Grímurnar gamanleikinn ,,Gúgglaðu það bara“ í Sjallanum.  Verkið fjallar um þá félaga Hannibal og Finn sem eru sífellt að leita að hinni einu sönnu uppskrift af lífinu. Þeir fara talsvert á mis við hlutina, þar sem ekki er alltaf gáfulegt að taka öllu sem finnst á netinu sem heilögum sannleika.

Höfundunum tekst mjög vel upp við að setja saman bráðfyndna / einfalda atburðarrás á leið þeirra að hinni einu sönnu uppskrift. Aðal leikarar sýningarinnar eru þeir  Brynjar Gauti Schiöth og Hallur Örn Guðjónsson og eru þeir félagar  mjög sannfærandi í sýnum hlutverkum,  en alls koma um 15 manns þátt í sýningunni og standa allir vel fyrir sínu.

Trúlegt má telja að margir finni sig eða suma samferðamenn sína í gegnum sýninguna tengda daglegri notkun manna á Google. Þessi sýning nær til allra aldurshópa og er sannkölluð fjölskylduskemmtun.

Sýningin í heild er hin besta skemmtun, hláturtaugarnar kítlaðar hressilega.  

Sýning sem óhætt er að mæla með.

Næstu Sýningar

Laugardagur 16. nóvember kl. 20:00

Fimmtudagur 21. nóvember kl. 20:00

Föstudagur 22. nóvember kl. 20:00

Eftir þessar sýningar verða sýningar með jólahlaðborðum Sjallans og Greifans. Nánari upplýsingar og bókanir eru hjá Greifanum.

Miðasala fer fram í síma 779 8777 og í Eymundsson Akureyri. Miðaverð 2900.

Myndir úr sýningunni, Daníel Starrason: