Gamanleikurinn Gúgglaðu það bara frumsýnd

Föstudagskvöldið 15. nóvember mun leikhópurinn Grímurnar frumsýna gamanleikinn Gúgglaðu það bara, í Sjallanum.

Sýningin hefst klukkan 22:00 og er tímasetningin vegna landsleiks Íslands og Króatíu. Höfundar eru Pétur Guðjónsson og Jóhanna G. Birnudóttir eru höfundar.  Heimir Ingimarsson sér um tónlistarstjórn og  leikstjóri er Ívar Helgason.Fyrstu fjórar sýningarnar

Föstudagur 15. nóvember kl. 22:00

Laugardagur 16. nóvember kl. 20:00

Fimmtudagur 21. nóvember kl. 20:00

Föstudagur 22. nóvember kl. 20:00

Eftir þessar sýningar verða sýningar með jólahlaðborðum Sjallans og Greifans. Nánari upplýsingar og bókanir eru hjá Greifanum.

Um sýninguna:

Gamanleikurinn Gúgglaðu það bara fjallar um þá Hannibal og Finn sem eru sífellt að leita að hinni einu sönnu uppskrift af lífinu. Þeir fara talsvert á mis við hlutina, þar sem ekki er alltaf gáfulegt að taka öllu sem finnst á netinu sem heilögum sannleika.

Sýningin er fyrir alla aldurshópa og er því sannkölluð fjölskylduskemmtun. Í leiksýningunni fléttast inn myndbönd sem eru upprifjanir þeirra félaga um liðna tíð sem og tónlist en fyrst og fremst, grín og léttleiki.

Miðasala fer fram í síma 779 8777 og í Eymundsson Akureyri. Miðaverð 2900.