SÍÐASTA SÝNING Á SEK – Í SAMVINNU VIÐ AFLIÐ

SEK eftir Hrafnhildi Hagalín í leikstjórn Ingibjargar Huldar Haraldsdóttur hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá leikhúsgestum og gagnrýnendum. Tvær sýningar eru eftir af þessu magnaða verki 8. og 16. nóvember kl. 20:00. Í tilefni af átaki gegn kynbundnu ofbeldi sem hefst 25. nóvember lætur Leikfélag Akureyrar 500 krónur af hverjum seldum miða á sýninguna 16. nóvember renna til samtakanna Aflsins.