FJÓRTÁN SINNUM FJÖLFELDI

NEMENDUR MYNDLISTASKÓLANS Á AKUREYRI SÝNA Í POPULUS TREMULA

Laugardaginn 2. nóvember kl. 14.00 opna fjórtán nemendur af Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri sýningu í Populus tremula. Nemendurnir sýna afrakstur áfanga undir handleiðslu Hlyns Hallssonar myndlistarmanns um fjölfeldi í hinni fjölbreyttustu mynd eins og þrykk, ljósrit, bækur, sprey, stensla, hluti, ljósmyndir og hvað eina.

Sýningin er einnig opin sunnudaginn 3. nóvember kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.

Nemendurnir sem sýna verk sín eru á 1., 2. og 3. ári í Fagurlistadeildinni og eru: Anna Elionora Olsen Rosing, Freyja Reynisdóttir, Karólína Baldvinsdóttir, Kolbrún Vídalín, Sandra Rebekka, Ásmundur Jón Jónsson, Elísabet Ásgrímsdóttir, James Earl Ero Cisneros Tamidles, Jónína Björg Helgadóttir, Margrét Kristín Karlsdóttir, Sigrún Birna Sigtryggsdóttir, Guðrún Ósk Stefánsdóttir, Heiðdís Hólm og Steinunn Steinarsdóttir.