ERRÓ – LITÓGRAFÍUR OG SILKIÞRYKK 1958-2006

Laugardaginn 26. október opnar sýning í Hofi á verkum Erró. À sýningunni gefur að líta úrval grafikverka eftir Erró, úr safni Listasafns Reykjavíkur, og er verkunum raðað upp eftir grafíktækni sem notuð er. Litógrafíur eru sýndar í Leyningi, en silkiþrykk prýða Paysage de la RévolutionHamragilsvegginn.

Grafíkverk Errós hafa þróast samhliða málverkum hans. Á árunum 1963-1964 urðu mikilvæg þáttaskil í list hans þegar hann hætti að skapa form og fígúrur og hóf  þess í stað að nýta sér fjöldaframleiddar myndir neyslusamfélagsins við gerð klippimynda, sem urðu síðan fyrirmyndir að málverkum og/eða grafíkverkum.

Grafíkverk Errós eru óaðskiljanlegur hluti af höfundarverki hans í heild sinni. Í huga listamannsins er grafíklistin myndlistarform sem meta skal út frá eigin verðleikum og ennfremur kjörin aðferð til þess að auðvelda dreifingu verkanna og til að veita almenningi aðgang að myndverkum hans.Erró

Erró hefur unnið með ólíkum grafíkverkstæðum og útgefendum í Frakklandi, á Ítalíu, í Svíþjóð og víðar í Evrópu.

Sýningin er í samstarfi við Listasafn Reykjavíkur og sýningarstjóri er Danielle Kvaran