Myndlist og ljóðaupplestur í Mjólkurbúðinni

Laugardaginn 5. oktober kl. 15 munu Margrét Lóa Jónsdóttir og Brynhildur Kristinsdóttir opna sýninguna Þokuþrá. Til umfjöllunar eru samkennd og siðblinda. Á opnuninni frumflytur Margrét Lóa ljóð en öll verk hennar eru byggð á ljóðum úr væntanlegri ljóðabók hennar. Brynhildur sýnir olíumálverk, lágmyndir og skúlptúr. Mjólkurbúðin er staðsett í Listagilinu á Akureyri. Aðeins er opið þessa einu helgi.