Nætur(b)rölt – Sigrún Guðmundsdóttir

Laugardaginn 28. september kl. 14 lýkur sýningu Sigrúnar Guðmundsdóttur sem nefnist „Nætur(b)rölt” í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri.

Sigrún Guðmundsdóttir býr og starfar í Rooterdam í Hollandi. Hún lauk myndlistarnámi frá AKI í Enschede árið 2008 en var einnig í skiptinámi í School of the Museum of Fine Arts í Boston. Hún hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum í Hollandi og sýningin í Flóru er hennar sjöunda einkasýning.

Í tengslum við sýninguna gaf Sigrún út bók sem ber sama titil og sýningin, en hugtök verka hennar endurspeglast á ákveðinn hátt í sögunni.

Bókin samanstendur af örsögum og hugrenningum sem saman mynda eina smásögu. Við fylgjum sögupersónunni eftir yfir eina nótt á flakki á milli hugarheima og staða.