Handbolti: Akureyri fór létt með Íslandsmeistaranna

Eftir tiltölulega jafnan leik framan af fyrri hálfleik hafði Akureyri þriggja marka forskot í hálfleik 9-6. Akureyri lagði svo línurnar strax í upphafi síðari hálfleiks og náði þá fjögurra marka forskoti 10-6 og eftir það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn lenti og sjö marka sigur staðreynd 25-18.  Markahæstur Akureyrar var Valþór Guðrúnarson með 8 mörk og Kristján Orri Jóhannsson 5 og þeir Sigþór Heimisson og Bjarni Frizson með 3 hvor. 

Hjá Íslandsmeisturunum var Sigfús Páll Sigfússon markahæstur með 5 mörk og þeir Sigurður Örn Þorsteinsson og Stefán Baldvin Stefánsson 4 hvor.

Meðfylgjandi myndir tók Þórir Tryggvason: