TEBOD: Bryndís Arnardóttir sýnir í Bókasafni Háskólans

Fimmtudaginn 5. september kl. 16.00 – 18.00 opnar Bryndís Arnardóttir (Billa) sína 17. einkasýningu á Bókasafni Háskólans á Akureyri. Um er að ræða 17 verk, akrýl á striga/blönduð tækni, máluð á þessu ári. Sýningin ber heitið TEBOÐ og vísar titillinn til myndefnis verkanna þar sem margvíslegir áningarstaðir kvenna koma fyrir. Stemmningin byggist á tærleika, kyrrð og tímaleysi þar sem tesopinn verður að athöfn.

Sýningin er opin mánudaga, miðvikudaga og föstu- daga frá kl. 8.00 – 16.00, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 8.00 – 18.00 og stendur til 4. október. Allir eru velkomnir!