Aldrei fleiri gestir á fyrsta degi Handverkshátíðar

Enn eitt aðsóknarmet var slegið á Handverkshátíðinni í dag.  Fjöldi nýrra sýnenda líkt og fyrr ár og fjölbreytnin er mikil. Íslenskur hönnuður með  skó unna  úr íslensku hráefni,  munir unnir úr búrhvalstönnum og hreindýrshornum og fjöldi nýrra aðila sem eru með fallega textílvöru. Ekki má gleyma fatnaði skarti, gler, leir og vönduðum vörum unnum úr tré. Á útivsæðinu eru m.a. sölutjöld með matvöru úr íslensku hráefni. Nýjar kartöflur, sultur, saft og söl. Kleinur, brauð og harðfiskur. Fjölbreytt dagskrá fyrir alla fjölskylduna alla sýningardagana, veitingasala og lifandi tónlstar á torgi hátíðarinnar alla sýningar dagana.