SUMAR OG SÓL í Lystigarðinum

Í dag klukkan 14 opna ÁLFkonur ljósmyndasýninguna SUMAR OG SÓL í Lystigarðinum á Akureyr og stendur sýningin fram á haust.

ÁLFkonur er áhugaljósmyndarafélag fyrir konur á Akureyri og í Eyjafirði. Þær hafa starfað saman frá sumrinu 2010 og er þetta tíunda samsýnin

Eftirfarandi ÁLFkonur sýna að þessu sinni:

Agnes Heiða Skúladóttir, Berglind H. Helgadóttir, Díana Bryndís, Ester Guðbjörnsdóttir, Freydís Heiðarsdóttir, Gunnlaug Friðriksdóttir, Guðrún Kristín Valgeirsdóttir, Halla S. Gunnlaugsdóttir, Helga Gunnlaugsdóttir, Helga Haraldsdóttir, Hrefna Harðardóttir, Lilja Guðmundsdóttir, Linda Ólafsdóttir, Kristjana Agnarsdóttir, Margrét Elfa Jónsdóttir.

Sýningin stendur fram á haust og er opin á opnunartíma Lystigarðsins við Eyrarlandsveg.