Hreinn Heiðar Halldórsson sigurvegari gámastökki AK Extreme (MYNDAVEISLA)

Snjóbrettakappinn Hreinn Heiðar Halldórsson sigraði í gámastökki á AK Extreme Í gærkvöld en mótið er það stærsta sinnar tegundar sem haldið er á Íslandi. Mótið er árlega í Hlíðarfjalli og í miðbæ Akureyrar þ.e. í Gilinu.

Stökkpallurinn sem er útbúinn úr Gámum var engin smásmíði en 18 gámar voru notaðir í smíðina og hæðin um 16 metrar.

Talið er að um 7 þúsund manns fylgust með keppninni í gærkvöld sem einnig var sýnd í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni N4.

Meðfylgjandi myndir frá Gámastökkskeppninni tók Þórir Tryggvason: