Sýning í húsi Hákarla Jörundar, þrettándabrenna og grautardagur í Hrísey

Hríseyingar fagna nýju ári með sýningu í húsi Hárkarla Jörundar, grautardegi og þrettándabrennu.

How I met your monster“, teikningar eftir Aurélie Grand (Frakklandi) með dyggri aðstoð Laurent Roy (Québec). Innblástur fenginn frá Íslandi, Hrísey og miklum vetrarveðrum. Sýningin er í húsi Hákarla Jörundar og stendur frá föstudegi til sunnudags opið kl. 13.00 – 17.00.  Aurélie og Laurent eru listamenn desember mánaðar í Gamla skóla í Hrísey. Aðgangur ókeypis, gleði og snakk.

Á laugardaginn 5. Janúar er svo gautardagur: Fyrsti grautardagur ársins. Allir að mæta í Hlein kl. 12.00 og fá sér graut og slátur, súrt og nýtt.
Fögnum nýju ári á þjóðlegu nótunum.

Eyjaskeggjar kveðja svo jólin með Þrettándabrennu og flugeldum á sunnudaginn. Kveikt verður í brennunni kl. 17:00.

Eins og sjá má á myndunum sem Linda Ásgeirsdóttir sendi okkur er mikill snjór í eyjunni um þessar mundir.