LA: Leigumorðinginn skemmtileg leiksýning sem óhætt er að mæla með.

Ef þú elskar að hlæja og hefur gaman af allskonar uppátækjum upp á leiksviði, þá er Leigumorðinginn leikrit sem þú þarft að sjá.

Leikararnir í þessu leikriti fara á kostum með leik sínum, innlifun sinni í karakterana sína, og síðast en ekki síst, þessi miklu tengsl sem þau mynda við áhorfendur á meðan leiksýningu stendur.  Það er frábært að sjá í þessari leiksýningu hvernig leikararnir skiptast á að vera þau sjálf og leika síðan sögupersónurnar sínar.  

(Söguþráðurinn og atburðirnir í verkinu er enganveginn eins og maður gat ímyndað sér áður en leikritið byrjaði.)

Tónlistin í leikritinu passaði mjög vel inn í allt sem var að gerast á sviðinu og eiga harmonikkuleikararnir mikið hrós skilið fyrir frábært undirspil.

Leigumorðinginn er með þeim fyndnustu og betri sýningum sem Leikfélag Akureyrar hefur sett fram.

Ég þakka öllum sem stóðu að þessari sýningu fyrir frábæra skemmtun og ógleymanlegri upplifun.

S.Ó.P