LA frumsýnir verkið Leigumorðinginn 19. október

Föstudaginn 19. Október frumsýnir Leikfélag Akureyrar verið Leigumorðinginn en verkið er Byggt á kvikmyndinni I Hired a Contract Killer eftir Aki Kaurismäki.

Ég vil ráða leigumorðingja til að drepa sjálfan mig. Eftir fimmtán ár í starfi er Henri Boulanger sagt upp. Í geðshræringu sinni gerir hann tilraun til þess að taka eigið líf. Tilraunin misheppnast og í kjölfarið ákveður Henri að ráða sér leigumorðingja til þess að ljúka verkinu.

Hann heldur á skuggalegan bar, til fundar við menn sem heita honum því að þeir muni sjá til þess að hann verði myrtur í nánustu framtíð. Skömmu síðar hittir Henri hins vegar blómasölustúlkuna Margréti og verður gjörsamlega hugfangin af henni. Lífið virðist, þegar öllu er á botninn hvolft, hafa einhvern tilgang. Henri kýs því að láta hjartað ráða för og hyggst rifta samningnum um eigið sjálfsmorð, en kemst að raun um að barinn hefur verið jafnaður við jörðu og honum reynist því ómögulegt að hafa uppi á hinum ókunna leigumorðingja …

 

Miðasala Leikfélags Akureyrar, er í Samkomuhúsinu og er opin alla virka daga frá kl. 13:00 – 17:00, og lengur sýningardaga.
Um helgar opnar miðasalan þremur tímum fyrir sýningu og er opin þar til sýning hefst.

Miðasölusími: 4 600 200

Netfang: midasala@leikfelag.is

Ath: Ekki er hægt að bóka sérkjör og afsláttarverð á netinu.