Söguleg safnahelgi 13. – 14. október 2012 á Norðurlandi vestra

Hvað er að skoða á Norðurlandi vestra? Frá Borðeyri í vestri til Hofsóss í austri.

Um næstu helgi gefst Akureyringum sem og öðrum landsmönnum tækifæri til að kynnast nágrönnum sínum í vestri á landsvæði sem þeir eiga iðulega ferð um.

Þá verður haldin Sögulega safnahelgi í annað sinn, nærri 30 söfn og setur opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi og bjóða upp á dagskrá, sýningar og viðburði allt eftir eðli staðarins.

Boðið er til fagnaðar á Norðurlandi vestra helgina 13.-14. október. Opið verður 12:00–18:00 laugardag og sunnudag. Nærri 30 söfn og setur opna dyr sínar fyrir gestum og gangandi og bjóða upp á sérstaka dagsskrá, sýningu eða viðburð allt eftir eðli staðarins.

Sá sem heimsækir að minnsta kosti 4 söfn lendir í lukkupotti og getur  unnið glæsilegan vinning.

Boðið verður upp á fríar rútuferðir innan svæða. Brottfarir kl 13:00 á eftirfarandi stöðum:

Vestur- Húnavatnssýsla: Bardúsa, Hvammstanga

Austur-Húnavatnssýsla: Kvennaskólinn á Blöndósi og Spákonuhof á Skagaströnd.

Skagafjörður: Gestastofa sútarans á Sauðárkróki.

Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðunni www.huggulegthaust.is