Eiður Arnar Pálmason ráðinn framkvæmdastjóri Þórs

Íþróttafélagið Þór hefur ráðið Eið Arnar Pálmason í starf framkvæmdastjóra Þórs. Eiður Arnar er með próf í viðskiptafræði frá Háskólanum á Akureyri. Síðastliðinn 10 ár hefur Eiður starfað hjá Ferrozink fyrst sem sölumaður og við markaðsmál og frá árinu 2010 sem sölustjóri.