Ná Þórsarar efsta sætinu í kvöld?

Þórsarar taka á móti BÍ/Blolungarvík á Þórsvellinum í kvöld kl. 18.15.  Þórsarar hafa unnið síðustu þrjá leik og eru nú í þriðja sæti deildarinnar með 26 stig og eiga tvo leiki á hin liðin.  Með sigri í kvöld þá komast Þórsarar upp í efsta sæti 1. deildar með eins stig forskot á lið Víkings Ólafsvik og eiga þá Þórsarar einn leik til góða en það er heimaleikur gegn Tindastól.  Fyrir þá sem ekki komast á völlinn þá verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á heimasíðu Þórs.