Akureyrarbær vill byggja á grænu svæði við Giljaskóla

Á fundi í skipulagsnefnd sem haldinn var miðvikudaginn 25. júlí s.l.var tekið fyrir erindi sem barst frá Guðríði Friðriksdóttir f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar þar sem sótt er um lóð norðan og vestan við Giljaskóla undir fjölbýli/íbúðasambýli fyrir ungt fatlað fólk. Stærð umrædd húss er um 600 fermetrar. Skipulagsnefnd afgreiddi málið með því að óska eftir tillögum sem sýna fyrirhugaða útfærslu á umfangi og staðsetningu húss og aðkomu að lóð og málinu frestað.

Á sama svæði hefur Íþróttafélagið Þór verið með æfingar fyrir yngstu iðkendurna sem eiga heima í Síðu- og Giljahverfi en samkvæmt heimildum Akureyri.net hafa þeir ekki fengið leyfi fyrir þessum æfingum upp á síðkastið þar sem byggja átti upp opið og grænt svæði á þessu svæði við Giljaskóla.   Samþykki skipulagsdeild þessa umsókn Fasteigna Akureyrarbæjar er ljóst að þeir hafa horfið frá hugmyndum sínum að byggja þarna upp grænt og opið svæði en þetta svæði er eitt fárra þannig svæða í hverfinu.