Opið gestastúdíó að Kaupvangsstræti 23, Listagilinu á Akureyri

Laugardaginn 21. og sunnudaginn 22. júlí kl.14 – 17.

Fyrir tveimur árum síðan sóttu tveir svissnenskir listamenn um að fá vinnuaðstöðu á Íslandi og komu nú hingað til lands í kjölfarið og dvelja í gestavinnustofu í Gilinu á Akureyri.
Listamennirnir Verena Lafarguer (myndlist) og Cristin Wildbolz (tónlist) vinna saman að því að skapa listræn rými – blanda sjónarspils og tónlistar.Þær hafa notið tímans á Akureyri og fengið innblástur frá því blómlega listalífi sem ríkir í Listagilinu og bænum öllum. Af því tilefni ætla þær að opna vinnustofuna fyrir almenningi nú um helgina og sýna þar hvað upplifanir þeirra á Akureyri  og nágrenni hafa gert þeim kleift að skapa.