Fjöldi ferðamanna heimsækir Grímsey

Mjög líflegt hefur verið yfir Grímsey síðastliðna daga.  Mikið hefur verið flogið hingað með ferðafólk úr skemmtiferðaskipunum sem hafa viðkomu á Akureyri.  Ljóst er að ferðamenn sem koma til Akureyrar með skemmtiferðaskipunum eru að skila sér víða, ekki bara á vinsælustu staðina eins og t.d. Goðafoss og Mývatn.   Á myndinni má sjá tvo Ottera Flugfélagsins Norlandair á flughlaðinu í Grímsey en þeir flytja fólkið hingað.  Til Grímseyjar er flogið einu sinni á dag yfir sumartímann og hefur nýtingin verið mjög góð það sem af er sumri og framhaldið lofar góðu.