Sýning Ingu Bjarkar Harðardóttur Draumeindir opnar í Mjólkurbúðinni

Innblástur sinn sækir Inga Björk vanalega í íslenska náttúru og umhverfi en nú kveðjur við annan tón. Inga Björk tekst á við abstrakt í olíumálverkum þar sem listakonan leitar inn á við og er efniviður  sýningarinnar tilfinningar. Barátta hamingju og gleði við depurð og angist flæðir um myndflötinn. Í tengslum við sýninguna setur listakonan fram ljóð móður sinnar, Önnu Maríu, í rýmið og endurspegla þau flæði tilfinningana og kallast þau á við málverkin í túlkun og lit.

Inga Björk Harðardóttir er menntuð sem myndlistarmaður, gullsmiður og kennari auk þess að vera móðir þriggja barna og fjögurra stjúpsona.

Draumeindir eru fimmta einkasýning Ingu Bjarkar. Sýningin opnar laugardaginn 14. Júlí og stendur hún til 29.júlí.

Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl.14-17 og eru allir velkomnir.