Sigurður Marinó kom Þór áfram í Evrópudeildinni.

Þór er komið áfram í Evrópudeildinni eftir að hafa unnið stórsigur á Bohemian FC í kvöld 5-1. David Scully kom Bohemian yfir á 23.mínútur en þá tók Sigurður Marinó við. Hann skoraði á 36.mínútu, lagði upp mark fyrir Orra Frey á 36.mínútu, lagði upp þegar Kevin Feely skoraði sjálfsmark á 50.mínútu, skoraði svo á 73.mínútu og á 92.mínútu. Bohemian var þó sterkari aðilinn í leiknum en Þórsarar nýttu færin sín og stálu sigrinum.

Þór

Byrjunarlið: Srjdan Rajkovic(M), Guiseppe Funicello, Andri Hjörvar Albertsson, Atli Jens Albertsson, Ármann Pétur Ævarsson, Jóhann Helgi Hannesson, Sveinn Elías Jónsson(F), Orri Freyr Hjaltalín, Janez Vrenko, Halldór Orri Hjaltason og Sigurður Marinó Kristjánsson.

Varamenn: Sveinn Leó Bogason, Ingi Freyr Hilmarsson, Baldvin Ólafsson, Kristján Páll Hannesson, Robin Strömberg, Kristinn Þór Rósbergsson og Kristinn Þór Björnsson.

Þjálfari er Páll Viðar Gíslason.

Bohemians FC.

Byrjunarlið: Andy McNulty(M), Owen Heary, Evan McMillon, Kevin Feely, Keith Buckley, Ryan McEvoy, Keith Ward, Luke Byrne, Peter McMahon, David Scully og Adam Martin.

Varamenn: Craig Sexton, Roberto Lopes, Stephen Traynor, Dwayne Wilson, Derek Pender, Karl Moore og Danny Joyce.

Þjálfari er Aaron Callaghan.

Skiptingar: Keith Buckley kom útaf fyrir Dwayne Wilson á 60.mín. Peter McMahon kom útaf fyrir Stephen Traynor á 61.mín. Luke Byrne kom útaf fyrir Karl Moore á 66.mín. Atli Jens Albertsson útaf og Baldvin Ólafsson inn á á 76.mín. Ármann Pétur Ævarsson kom útaf fyrir Robin Strömberg á 79.mín. Jóhann Helgi Hannesson kom útaf fyrir Kristinn Þór Rósbergsson á 88.mín.

Yfirburðir Bohemian voru þó nokkrir og voru þeir mest megnis með boltann í fyrri hálfleik. Ekki var þó mikið um færi en það fyrsta kom þó fyrir rest á 23.mínútu og úr því varð mark. Adam Martin sendi boltann fyrir af vinstri kanti og Rajkovic ætlar að slá boltann út en hittir boltann illa, David Scully nýtir sér það og potar boltanum í netið.

Bohemian fékk svo gott tækifæri á að skora annað mark á 28.mínútu en þá komst Keith Buckley í gegn en skot hans var varið af Rajkovic.

Seinustu tvö færi fyrri hálfleiks áttu Þórsarar. Það fyrra fékk Sigurður Marinó eftir að Gusieppe Funicello lyfti boltanum yfir varnarmann Bohemian og Sigurður Marinó komst einn í gegn, hann tók samt ekki sjénsinn á að þvæla markmanninn og negldi boltanum í samskeytin fjær og skoraði glæsilegt mark. Þetta gerðist á 36.mínútu en þremur mínútum seinna fékk Þór hornspyrnu. Sigurður Marinó tók hornspyrnuna og Orri Freyr hamraði boltanum í marknetið með flottum skalla og staðan allt í einu orðin 2-1 fyrir Þór.

 

Þórsarar fengu hornspyrnu á 50.mínútu og Sigurður tók hana, Kevin Feely setti svo boltann í eigið net og staðan orðin 3-1 fyrir Þór. Góð byrjun hjá Þórsurum í seinni hálfleik en svo tóku Bohemian menn öll völd aftur. Þeir áttu dauðafæri á 63.mínútu en þá fékk Ryan McEvoy boltann inn í markteig en Rajkovic varði glæsilega en boltinn datt aftur fyrir McEvoy en þá skutlaðu Orri Freyr sér fyrir og bjargaði í horn.

Á 73.mínútu komust Þórsarar í sókn eftir að hafa legið í vörn í 10 mínútur. Ármann Pétur Ævarsson sendir boltann inn í teig, en þar voru  Halldór Orri Hjaltason og Sigurður Marinó. Halldór Orri lét boltann fara og Sigurður Marinó tók við boltanum, klappaði honum aðeins og setti boltann í netið.

Bohemian setti þá allt í sóknina næstu tíu mínúturnar en náðu þó ekki að skapa sér nein dauðafæri og dró þá aðeins úr kraftinum hjá þeim. David Scully átti þó skot rétt framhjá uppúr hornspyrnu á 87.mínútu.

Sigurður Marinó náði svo að fullkomna þrennuna sína þegar um tvær mínútur voru liðnar af uppbótartíma. Hann fékk boltann á miðjum vellinum og skeiðaði upp að marki andstæðinganna einn og óáreittur, McNulty varði skotið frá honum en Sigurður náði frákastinu og setti boltann í netið.

Stuttu seinna flautaði dómarinn leikinn af og Þór er því komið áfram í Evrópudeildinni. Þetta var ævintýri líkast því Bohemian FC var sterkari aðilinn í leiknum en Þór komst í stöðuna 3-1 eftir að hafa fengið aðeins tvö færi.

Sigurður Marinó átti stórleik með þrjú mörk og tvær stoðsendingar og er hann því ótvíræður sigurvegari í valinu um mann leiksins.

Áhorfendur á Þórsvelli voru 934 en hefðu örugglega verið miklu fleiri ef reglur UEFA hefðu leyft að selja í stæði líka.